Leitaði sér aðstoðar sálfræðings eftir að verða fyrir kynþáttaníð Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2018 10:30 Ilkay Gündogan er ekki enn kominn yfir atburði sumarsins. vísir/getty Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir í viðtali við þýskt dagblað að hafa leitað sér aðstoðar sálfræðings eftir að hann varð fyrir kynþáttaníð í leik með þýska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi. Gündogan fór með liðsfélaga sínum í þýska landsliðinu, Mesut Özil, leikmanni Arsenal, að hitta umdeilda tyrkneska forsetann Recip Erdogan í tyrkneska sendiráðinu í London í maí á þessu ári. Þeir félagarnir eru báðir frá Gelsenkirchen í Þýskalandi en eru af tyrkneskum uppruna. Þessi hittingur var ekki vinsæll hjá sumum stuðningsmönnum þýska liðsins og voru þeir látnir heyra það í vináttuleik gegn Austurríki fyrir HM 2018. Gündogan fékk gagnrýni um allt Þýskaland, meðal annars frá stórum stjórnmálamönnum fyrir að afhenda Erdogan Manchester City-treyju sem á stóð: „Til forseta míns, með virðingu.“ „Ég ræddi aðeins við sálfræðing þýska landsliðsins. Ég vildi athuga hvort hann gæti hjálpað mér. Ég held samt að enginn geti hjálpað mér,“ segir Gündogan um atburði sumarsins í viðtali við þýska dagblaðið WAZ. „Þegar sótt er að manni úr svona mörgum áttum, stuðningsmennirnir baula á mann og þýskir stjórnmálamenn móðga mann hefur maður áhyggjur. Ég vil samt ekki hlaupa undan vandamálinu. Ég vil tækla þetta mál,“ segir Ilkay Gündogan. Mesut Özil tók þessu öllu saman enn verr og hætti að spila fyrir þýska landsliðið. Hann sagði að þegar að hann spilaði vel væri hann Þjóðverji en þegar að hann spilaði illa væri hann innflytjandi. Enski boltinn Tengdar fréttir Kroos gagnrýnir ásakanir Özil: „Held hann viti að það er ekki rasismi innan þýska liðsins“ Þjóðverjinn Toni Kroos gagnrýnir fyrrum samherja sinn í þýska landsliðinu, Mesut Özil, fyrir það hvernig hann tilkynnti ákvörðun sína um að hætta með landsliðinu. 16. ágúst 2018 10:30 Faðir Mesut Özil ráðleggur syni sínum að hætta með þýska landsliðinu Mesut Özil hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eftir að þýska landsliðið féll óvænt úr keppni á HM í Rússlandi. 8. júlí 2018 10:30 Erdogan styður Özil: „Þetta verður ekki látið viðgangast“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir fullum stuðningi við Mesut Özil í baráttu sinni gagnvart rasisma og segir að þetta verði ekki látið viðgangast. 24. júlí 2018 21:30 Özil hættur í landsliðinu: Hraunar yfir forseta þýska sambandsins og kallar hann rasista Mesut Özil er hættur að spila fyrir þýska landsliðið í knattspyrnu. Þetta segir hann í yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum. 22. júlí 2018 19:29 Höness hraunar yfir Özil: Hefur ekkert getað í nokkur ár Yfirlýsingar Mesut Özil hafa vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi. 23. júlí 2018 09:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir í viðtali við þýskt dagblað að hafa leitað sér aðstoðar sálfræðings eftir að hann varð fyrir kynþáttaníð í leik með þýska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi. Gündogan fór með liðsfélaga sínum í þýska landsliðinu, Mesut Özil, leikmanni Arsenal, að hitta umdeilda tyrkneska forsetann Recip Erdogan í tyrkneska sendiráðinu í London í maí á þessu ári. Þeir félagarnir eru báðir frá Gelsenkirchen í Þýskalandi en eru af tyrkneskum uppruna. Þessi hittingur var ekki vinsæll hjá sumum stuðningsmönnum þýska liðsins og voru þeir látnir heyra það í vináttuleik gegn Austurríki fyrir HM 2018. Gündogan fékk gagnrýni um allt Þýskaland, meðal annars frá stórum stjórnmálamönnum fyrir að afhenda Erdogan Manchester City-treyju sem á stóð: „Til forseta míns, með virðingu.“ „Ég ræddi aðeins við sálfræðing þýska landsliðsins. Ég vildi athuga hvort hann gæti hjálpað mér. Ég held samt að enginn geti hjálpað mér,“ segir Gündogan um atburði sumarsins í viðtali við þýska dagblaðið WAZ. „Þegar sótt er að manni úr svona mörgum áttum, stuðningsmennirnir baula á mann og þýskir stjórnmálamenn móðga mann hefur maður áhyggjur. Ég vil samt ekki hlaupa undan vandamálinu. Ég vil tækla þetta mál,“ segir Ilkay Gündogan. Mesut Özil tók þessu öllu saman enn verr og hætti að spila fyrir þýska landsliðið. Hann sagði að þegar að hann spilaði vel væri hann Þjóðverji en þegar að hann spilaði illa væri hann innflytjandi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kroos gagnrýnir ásakanir Özil: „Held hann viti að það er ekki rasismi innan þýska liðsins“ Þjóðverjinn Toni Kroos gagnrýnir fyrrum samherja sinn í þýska landsliðinu, Mesut Özil, fyrir það hvernig hann tilkynnti ákvörðun sína um að hætta með landsliðinu. 16. ágúst 2018 10:30 Faðir Mesut Özil ráðleggur syni sínum að hætta með þýska landsliðinu Mesut Özil hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eftir að þýska landsliðið féll óvænt úr keppni á HM í Rússlandi. 8. júlí 2018 10:30 Erdogan styður Özil: „Þetta verður ekki látið viðgangast“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir fullum stuðningi við Mesut Özil í baráttu sinni gagnvart rasisma og segir að þetta verði ekki látið viðgangast. 24. júlí 2018 21:30 Özil hættur í landsliðinu: Hraunar yfir forseta þýska sambandsins og kallar hann rasista Mesut Özil er hættur að spila fyrir þýska landsliðið í knattspyrnu. Þetta segir hann í yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum. 22. júlí 2018 19:29 Höness hraunar yfir Özil: Hefur ekkert getað í nokkur ár Yfirlýsingar Mesut Özil hafa vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi. 23. júlí 2018 09:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Kroos gagnrýnir ásakanir Özil: „Held hann viti að það er ekki rasismi innan þýska liðsins“ Þjóðverjinn Toni Kroos gagnrýnir fyrrum samherja sinn í þýska landsliðinu, Mesut Özil, fyrir það hvernig hann tilkynnti ákvörðun sína um að hætta með landsliðinu. 16. ágúst 2018 10:30
Faðir Mesut Özil ráðleggur syni sínum að hætta með þýska landsliðinu Mesut Özil hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eftir að þýska landsliðið féll óvænt úr keppni á HM í Rússlandi. 8. júlí 2018 10:30
Erdogan styður Özil: „Þetta verður ekki látið viðgangast“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir fullum stuðningi við Mesut Özil í baráttu sinni gagnvart rasisma og segir að þetta verði ekki látið viðgangast. 24. júlí 2018 21:30
Özil hættur í landsliðinu: Hraunar yfir forseta þýska sambandsins og kallar hann rasista Mesut Özil er hættur að spila fyrir þýska landsliðið í knattspyrnu. Þetta segir hann í yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum. 22. júlí 2018 19:29
Höness hraunar yfir Özil: Hefur ekkert getað í nokkur ár Yfirlýsingar Mesut Özil hafa vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi. 23. júlí 2018 09:00