Fótbolti

Erdogan styður Özil: „Þetta verður ekki látið viðgangast“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Erdogan á góðri stundu.
Özil og Erdogan á góðri stundu. vísir/getty
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir fullum stuðningi við Mesut Özil í baráttu sinni gagnvart rasisma og segir að þetta verði ekki látið viðgangast.

Özil, sem spilaði stórt hlutverk í liði Þjóðverja HM sem varð meistari 2014, er hættur og mun ekki spila meira með landsliðinu.

Í yfirlýsingu sem Özil gaf út á mánudaginn segir hann frá því að honum hafi borist hatursskilaboð og tölvupóstar eftir að Þýskaland datt út á HM.

Özil á ættir sínar að rekja til Tyrklands og eins og hann sagði frá í yfirlýsingu sinni brast út mikil reiði er hann birti mynd af sér og hinum umdeilda fyrir HM.

Nú hefur forsetinn stígið fram og segist styðja Özil 100 prósent.

„Ég talaði við Meust á mánudaginn. Hann er þjóðrækinn í þessari yfirlýsingu sinni,” sagði Erdogan.

„Það er ekki hægt að láta svona rasisma viðgangast gagnvart undum manni sem hefur lagt sig svona mikið fram fyrir Þýskaland,” sagði forsetinn og bætti við:

„Þetta verður ekki látið viðgangast.”

Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur einnig gefið út yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við Özil og hans fjölskyldu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×