Enski boltinn

Pogba: „Skiljum ekki afhverju við töpuðum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikur United var betri í gær en helgina þar á undan.
Leikur United var betri í gær en helgina þar á undan. Vísir/Getty
Paul Pogba segir leikmenn Manchester United ekki hafa skilið afhverju þeir töpuðu gegn Tottenham á Old Trafford í gærkvöld.

Harry Kane og Lucas Moura gerðu mörkin í 0-3 tapi United í gærkvöld. Mörkin komu öll í seinni hálfleik. Frammistaða United var betri en í tapinu gegn Brighton í síðustu umferð, þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum, en liðið náði ekki að nýta sér tækifærin sem það fékk.

„Við skiljum ekki hvað gerðist,“ sagði Pogba eftir leikinn. Frakkinn var fyrirliði í fyrstu tveimur leikjum United en fasti fyrirliðinn Antonio Valencia snéri aftur í liðið í gær og tók við bandinu.

„Við byrjuðum leikina mjög vel en fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik. Fyrsta markið var mikið áfall. Við skyldum ekki hvaðan það kom því við vorum með leikinn í höndunum. Við héldum áfram að sækja en fengum þá mörk á okkur.“

„Stuðningsmennirnir stóðu á bak við okkur og við vorkennum þeim. Við erum mjög vonsviknir og vildum gera betur. Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik en fótbolti getur verið grimmur,“ sagði Paul Pogba.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×