Enski boltinn

Mourinho gríníð á Twitter nær nýjum hæðum eftir skellinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho á Old Trafford í gær.
Jose Mourinho á Old Trafford í gær. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sleppir því væntanlega að skoða samfélagsmiðla eins og Twitter í dag.

3-0 tap á móti Tottenham á Old Trafford í gær var ekki aðeins annað tap United liðsins í röð heldur stærsta tapið á móti Tottenham á Old Trafford síðan 1972.

Vælið í Jose Mourinho hefur ekki farið framhjá neinum en hann hefur kvartað mikið yfir að geta ekki styrkt hópinn. United-liðið er samt fullt af leikmönnum sem hann hefur borgað stórar upphæðir fyrir síðustu ár.

Miðað við frammistöðu margra af þessum rándýru leikmönnum sem Jose Mourinho keypti er alveg hægt að vera sammála um að hann vanti nýja leikmenn.

Þriðja tímabilið hefur oft reynst Jose Mourinho mjög erfitt hjá félögum og leiktíðin 2018-19 ætlar að vera enn ein sönnun þess.





Innistæðan hjá Jose Mourinho er bara ekki mikil þrátt fyrir annað sætið í fyrra enda er United-liðið oftast að spila hægan og mjög varnarsinnaðan fótbolta.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur fyndin viðbrögð á Twitter eftir skellinn í gær og það má alveg segja að Mourinho gríníð á Twitter hafi hreinlega náð nýjum hæðum eftir rasskellingu gærkvöldsins.



















Stop blaming everyone else. #Mourinho  #MANTOT











#Mourinho

"The Finished One"#MUNTOT#MUFCpic.twitter.com/ll6OOlr1zh



























#Mourinho

"The Finished One"#MUNTOT#MUFCpic.twitter.com/ll6OOlr1zh











Special one:

Happy one:

Angry one:  #Mourinhopic.twitter.com/WXypbFAXpx












Fleiri fréttir

Sjá meira


×