Enski boltinn

FA vill að félögin hafi val um standandi svæði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Shrewsbury Town voru ánægðir með nýja standandi svæðið á Montgomery Waters Meadow vellinum
Stuðningsmenn Shrewsbury Town voru ánægðir með nýja standandi svæðið á Montgomery Waters Meadow vellinum Vísir/Getty

Enska knattspyrnusambandið mun styðja félögin í því að fá val um hvort þau taki upp standandi svæði á völlum sínum. Endurskoðun á löggjöfinni sem bannar standandi svæði er í höndum sjálfstæðs aðila.Breska ríkisstjórnin stóð fyrir því að sjálfstæður aðili rannsakaði hvort endurskoða ætti löggjöf frá 1989 (e. Football Spectators' Act) sem bannar standandi svæði á leikvöngum í efstu tveimur deildum Englands. Löggjöfin var sett á laggirnar eftir Hillsborough slysið þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool létu lífið.Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og fyrstu deildarinnar hafa stutt félögin í baráttu þeirra fyrir því að fá að ráða því sjálf hvort standandi svæði verði tekin upp. Nú hefur enska knattspyrnusambandið einnig lýst yfir stuðningi sínum.„Enska knattspyrnusambandið studdi ákvörðun íþróttamálaráðherrans Tracey Crouch að skoða hvort endurskoða ætti löggjöfina og styður bæði félögin og deildirnar í því að þau eigi að ráða því hvort þau vilji bjóða upp á standandi svæði, að því gefnu að allar öryggiskröfur séu uppfylltar,“ sagði í tilkynningu frá knattspyrnusambandinu.Margir stuðningsmenn hafa barist fyrir því í árabil að fá þessari löggjöf aflétt.Shewsbury Town, sem spilar í ensku C-deildinni, varð í sumar fyrsta liðið til þess að taka upp standandi svæði á Englandi síðan lögin voru sett.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.