„Skítseiði, hún er skítseiði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa og Trump í Hvíta húsinu snemma árs 2017. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ rússneskum fulltrúum sem skutu ofursta til bana Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ rússneskum fulltrúum sem skutu ofursta til bana Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30
Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15