Íslenski boltinn

Örlög Þórs/KA í Meistaradeildinni ráðast

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þór/KA getur tryggt sér farseðil í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag
Þór/KA getur tryggt sér farseðil í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag vísir/þórir
Í dag lýkur forkeppni Meistaradeildar Evrópu hjá Íslandsmeisturum Þórs/KA þegar liðið mætir hollensku bikarmeisturunum í Ajax frá Amsterdam. Leikurinn er jafnframt úrslitaleikur í riðlinum þar sem liðin keppast um fyrsta sætið sem skilar sæti í 32-liða úrslitum keppninnar.

Þór/KA þarf sigur í dag þar sem Ajax er með betra markahlutfall eftir tvær umferðir. Bæði lið eru með fimm mörk í plús en Ajax er ofar þar sem liðið hefur skorað fleiri mörk. Þær skoruðu sex mörk og fengu á sig eitt á meðan Þór/KA skoraði fimm og fékk ekkert á sig í leikjunum gegn Linfield og Wexford Youths.

Úrslitaleikur Þórs/KA og Ajax hefst klukkan 15 á íslenskum tíma.

Evrópuævintýri norðankvenna er fylgt vel eftir á heimasíðu Þórs en þar er að finna umfjallanir, upphitanir og fleira frá riðlakeppninni.

Þar er sömuleiðis búið að taka saman myndband með helstu tilþrifum leiksins gegn Wexford síðastliðinn föstudag og má sjá það hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×