Fótbolti

Þór/KA afgreiddi Wexford í fyrri hálfleik og spilar úrslitaleik gegn Ajax

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fyrirliðinn opnaði markareikninginn í dag.
Fyrirliðinn opnaði markareikninginn í dag. vísir/ernir

Þór/KA er með fullt hús stiga í undanriðli Meistaradeildar kvenna sem leikinn er í Belfast en í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Wexford Youths.

Þór/KA vann 2-0 sigur á Linfield í fyrsta leiknum og er því búið að skora fimm mörk og fá ekkert á sig í fyrstu tveimur leikjunum.

Þær eru með fullt hús stiga og spila úrslitaleik gegn Ajax, sem er einnig með fullt hús stiga, en leikurinn verður spilaður á mánudaginn.

Íslandsmeistararnir afgreiddu þennan leik á fyrstu átján mínútunum. Sandra María Jessen kom þeim yfir á fimmtu mínútu og Hulda Björg Hannesdóttir tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar.

Það var svo á átjándu mínútu leiksins er Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA í 3-0 og leik lokið í fyrri hálfleik. Vel gert hjá norðanstúlkum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.