Íslenski boltinn

Annar leikur Þórs/KA í Meistaradeildinni │Sjáðu mörkin úr fyrsta leiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrsta Meistaradeildarsigrinum fagnað.
Fyrsta Meistaradeildarsigrinum fagnað. UEFA

Íslandsmeistarar Þórs/KA leika annan leik sinn af þremur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið mætir Írlandsmeisturum Wexford Youths.

Þór/KA vann öruggan 2-0 sigur á Norður-Írlandsmeisturum Linfield í fyrstu umferðinni á meðan Wexford beið lægri hlut fyrir Ajax, 4-1, eftir að staðan í leikhléi var markalaus. Þær írsku komust svo yfir í upphafi síðari hálfleiks en hollenska stórveldið tók leikinn algjörlega yfir í kjölfarið og skoraði fjögur mörk.

Wexford Youths stefnir hraðbyri á að verja titil sinn heimafyrir þar sem liðið er taplaust eftir fjórtán umferðir og hefur níu stiga forskot á toppi írsku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður fylgst með honum á heimasíðu Þórs og öðrum samfélagsmiðlum félagsins.

Heimasíðan fylgir liðinu hvert fótspor og hefur sett saman myndband með helstu tilþrifum fyrsta leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.