Leita enn að fólki í brakinu í Genúa Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Slökkviliðsmenn binda enn vonir við að finna fólk á lífi. Vísir/AP Björgunaraðilar leita enn að fólki í braki brúar sem hrundi í Genúa í gær. Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. Þar að auki eru fleiri en tíu á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að brúin hrundi. Við leitina notast slökkviliðsmenn leitarhunda og klifurbúnað þar sem þeir vinna sig í gegnum fjölmörg tonn af steypu og stáli. Talsmaður slökkviliðsins segir að ekki verði hætt fyrr en allir verði fundnir og binda þeir vonir við að finna fólk á lífi.#15ago#Genova crollo viadotto #Morandi: senza sosta nella notte il lavoro dei 240 #vigilidefuoco, squadre #usar e #cinofili alla ricerca di dispersi sotto le macerie. L’intervento prosegue, immagini complete su https://t.co/39yWOHsswTpic.twitter.com/5x8w9ubhmy — Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 15, 2018 Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Rúmlega 400 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín af vegna áhyggja um að frekari hlutar brúarinnar muni hrynja. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, hefur heitið því að draga til ábyrgðar hvern þann sem kann að bera ábyrgð á hruni brúarinnar. Langur kafli hrundi úr tæplega 50 metra hæð. Á fjórða tug bíla voru á brúnni.Fyrirtækið Autostrade, sem sér um rekstur brúarinnar, segir að viðgerðir hafi staðið yfir þegar hún hrundi. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að styrkja brúnna. Þá segir fyrirtækið að umfangsmikil rannsókn muni fara fram. Slökkviliðið birti í gærkvöldi myndband af því þegar einum aðila var bjargað úr bíl sem sat fastur í brakinu.#Genova#14ago, uno dei salvataggi effettuati dalle squadre dei #vigilidelfuocopic.twitter.com/uPDPiHurr6 — Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 Tengdar fréttir Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Björgunaraðilar leita enn að fólki í braki brúar sem hrundi í Genúa í gær. Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. Þar að auki eru fleiri en tíu á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að brúin hrundi. Við leitina notast slökkviliðsmenn leitarhunda og klifurbúnað þar sem þeir vinna sig í gegnum fjölmörg tonn af steypu og stáli. Talsmaður slökkviliðsins segir að ekki verði hætt fyrr en allir verði fundnir og binda þeir vonir við að finna fólk á lífi.#15ago#Genova crollo viadotto #Morandi: senza sosta nella notte il lavoro dei 240 #vigilidefuoco, squadre #usar e #cinofili alla ricerca di dispersi sotto le macerie. L’intervento prosegue, immagini complete su https://t.co/39yWOHsswTpic.twitter.com/5x8w9ubhmy — Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 15, 2018 Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Rúmlega 400 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín af vegna áhyggja um að frekari hlutar brúarinnar muni hrynja. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, hefur heitið því að draga til ábyrgðar hvern þann sem kann að bera ábyrgð á hruni brúarinnar. Langur kafli hrundi úr tæplega 50 metra hæð. Á fjórða tug bíla voru á brúnni.Fyrirtækið Autostrade, sem sér um rekstur brúarinnar, segir að viðgerðir hafi staðið yfir þegar hún hrundi. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að styrkja brúnna. Þá segir fyrirtækið að umfangsmikil rannsókn muni fara fram. Slökkviliðið birti í gærkvöldi myndband af því þegar einum aðila var bjargað úr bíl sem sat fastur í brakinu.#Genova#14ago, uno dei salvataggi effettuati dalle squadre dei #vigilidelfuocopic.twitter.com/uPDPiHurr6 — Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018
Tengdar fréttir Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00