Minnst 30 látnir í Genúa Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og talið er að tugir séu látnir. Vísir/EPA Uppfært 15:00 Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. Einhverjir eru slasaðir og þar af minnst tveir alvarlega. Ein eldri kona slasaðist þegar eldur kom upp á heimili hennar, sem var undir brúnni. Annar varð undir braki þegar brúin hrundi á heimili hans. Ríkisstjóri Liguria, héraðsins sem Genúa er í, segist búast við því að tala látinna muni hækka verulega. Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og er búið að finna nokkra bíla sem krömdust undir braki úr brúnni og er látið fólk þar inni. Þar að auki er óttast að fólk sitji fast í brakinu. Þá féllu einhverjir bílar í á sem brúin þveraði. Fjórar akreinar voru á brúnni sem hrundi úr mikilli hæð samkvæmt ANSA. Yfirmenn sjúkraflutninga sögðu Reuters að ljóst væri að margir væru dánir.Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Vitni sagði ANSA að eldingu hefði lostið í brúna áður en hún hrundi. Um 80 metra langur kafli hrundi úr um 50 metra hæð.Berlingske hefur eftir blaðamanni í Genúa að ástandið í borginni líkist dómsdegi.Flutningabíll á brún brúarinnar.Slökkvilið Genúa #Genova #14ago 15.30, più di 200 #vigilidelfuoco al lavoro per il crollo del viadotto Morandi sulla #A10 pic.twitter.com/0fqa5YXyIE— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 #14agosto #Genova #crollo #PonteMorandi Polcevera Morandi @VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas @112_ITALIA pic.twitter.com/SHJpMngAqD— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #14agosto il video del crollo di #PonteMorandi a #Genova Polcevera Morandi@VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas pic.twitter.com/9viaWCfAcu— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #Genova #14ago 14:30, prosegue l'intervento di soccorso, 200 #vigilidelfuoco impegnati nelle operazioni pic.twitter.com/cOKLlRAnSK— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Uppfært 15:00 Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. Einhverjir eru slasaðir og þar af minnst tveir alvarlega. Ein eldri kona slasaðist þegar eldur kom upp á heimili hennar, sem var undir brúnni. Annar varð undir braki þegar brúin hrundi á heimili hans. Ríkisstjóri Liguria, héraðsins sem Genúa er í, segist búast við því að tala látinna muni hækka verulega. Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og er búið að finna nokkra bíla sem krömdust undir braki úr brúnni og er látið fólk þar inni. Þar að auki er óttast að fólk sitji fast í brakinu. Þá féllu einhverjir bílar í á sem brúin þveraði. Fjórar akreinar voru á brúnni sem hrundi úr mikilli hæð samkvæmt ANSA. Yfirmenn sjúkraflutninga sögðu Reuters að ljóst væri að margir væru dánir.Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Vitni sagði ANSA að eldingu hefði lostið í brúna áður en hún hrundi. Um 80 metra langur kafli hrundi úr um 50 metra hæð.Berlingske hefur eftir blaðamanni í Genúa að ástandið í borginni líkist dómsdegi.Flutningabíll á brún brúarinnar.Slökkvilið Genúa #Genova #14ago 15.30, più di 200 #vigilidelfuoco al lavoro per il crollo del viadotto Morandi sulla #A10 pic.twitter.com/0fqa5YXyIE— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 #14agosto #Genova #crollo #PonteMorandi Polcevera Morandi @VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas @112_ITALIA pic.twitter.com/SHJpMngAqD— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #14agosto il video del crollo di #PonteMorandi a #Genova Polcevera Morandi@VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas pic.twitter.com/9viaWCfAcu— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #Genova #14ago 14:30, prosegue l'intervento di soccorso, 200 #vigilidelfuoco impegnati nelle operazioni pic.twitter.com/cOKLlRAnSK— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira