Íslenski boltinn

Berglind: Gerist ekki betra en að skora í svona leikjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar
Það var fagnað í mjólk í leikslok
Það var fagnað í mjólk í leikslok vísir/vilhelm
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Breiðabliks sem sigraði Stjörnuna 2-1 í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli í kvöld.

„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er geggjað,“ sagði nýkrýndi bikarmeistarinn Berglind.

Berglind skoraði fyrsta mark leiksins og kom Blikum á bragðið. Hún sagði það ekki gerast betra en að skora í svona leikjum.

„Við náum að skora tiltölulega snemma sem var ákveðin léttir. Mér fannst þær byrja betur en svo setjum við markið og komumst aðeins inn í leikinn. Svo setjum við annað mark og þá varð þetta betra og minna stress.“

„Heilt yfir fannst mér þetta verðskuldað. Við áttum nokkrar góðar sóknir og hefðum getað sett annað mark.“

Blikar eru bikarmeistarar og í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Verður tvöfaldur Blikasigur í haust?

„Það er stefnan, ég ætla ekkert að fela það. Við ætlum að reyna við titilinn,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×