Draumurinn sem kviknaði á Íslandi endaði með ódæði ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2018 10:15 Lauren Geoghegan og Jay Austin. Vísir/SimplyCycling.com Þegar hjónin Jay Austin og Lauren Geoghegan fóru hjólandi um Ísland árið 2016 ákváðu þau að hætta bæði í vinnum sínum og fara hjólandi um heiminn. Ástæðuna sögðu þau vera að „lífið væri stutt og heimurinn stór“. Þau vildu fá sem mest út úr heilsu sinni á meðan hún væri til staðar. Eftir að hafa verið á ferðlagi í rúmt ár og hjólað um Afríku, Evrópu og hluta Asíu voru hjónin myrt af, er virðist, vígamönnum Íslamska ríkisins í Tadsíkistan. Þau voru 29 ára gömul.Bíl var ekið á hóp sjö hjólreiðamanna og stukku svo menn úr bílnum og stungu fólkið þar sem það lá á götunni. Fjórir dóu og þar á meðal Jay og Lauren. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en yfirvöld Tadsíkistan vilja þó ekki samþykkja það. Þeir segja útlægan stjórnmálaflokk hafa framkvæmt árásina. Forsvarsmenn flokksins segja það rangt og að yfirvöld ríkisins séu að reyna að nota morðin í pólitískum tilgangi.Auk þeirra Jay og Lauren dóu þau Rene Wokke, frá Hollandi, og Markus Hummel, frá Sviss. Í kjölfar árásarinnar birti ISIS myndband af fimm ungum mönnum lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þá hétu þeir því að ráðast á vantrúaða.Á bloggsíðu þeirra hjóna skrifuðu þau um reynslu sína og ferðalagið í heild. Þar má finna sögur um góðverk ókunnugra og erfiðar ferðaleiðir. Þar má sömuleiðis finna sögur um ókunnuga aðila sem reyndu að þvinga þau út af vegum eða hrinda þeim af hjólum sínum. NPR bendir á færslu sem Jay skrifaði í Apríl:„Þegar þú horfir á fréttir og lest blöðin ertu fenginn til að trúa því að heimurinn sé stór, ógnvænlegur staður. Fólki sé ekki treystandi. Fólk sé vont. Fólk sé illt. Fólk sé axarmorðingjar, skrímsli og verra.“ Jay sagðist þó ekki „kaupa það“. Hann sagði ljóst að illska væri til en hún væri sjaldgæf. Heilt yfir væru manneskjur góðar. Það væri stærsta lexía þeirra hjóna Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þegar hjónin Jay Austin og Lauren Geoghegan fóru hjólandi um Ísland árið 2016 ákváðu þau að hætta bæði í vinnum sínum og fara hjólandi um heiminn. Ástæðuna sögðu þau vera að „lífið væri stutt og heimurinn stór“. Þau vildu fá sem mest út úr heilsu sinni á meðan hún væri til staðar. Eftir að hafa verið á ferðlagi í rúmt ár og hjólað um Afríku, Evrópu og hluta Asíu voru hjónin myrt af, er virðist, vígamönnum Íslamska ríkisins í Tadsíkistan. Þau voru 29 ára gömul.Bíl var ekið á hóp sjö hjólreiðamanna og stukku svo menn úr bílnum og stungu fólkið þar sem það lá á götunni. Fjórir dóu og þar á meðal Jay og Lauren. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en yfirvöld Tadsíkistan vilja þó ekki samþykkja það. Þeir segja útlægan stjórnmálaflokk hafa framkvæmt árásina. Forsvarsmenn flokksins segja það rangt og að yfirvöld ríkisins séu að reyna að nota morðin í pólitískum tilgangi.Auk þeirra Jay og Lauren dóu þau Rene Wokke, frá Hollandi, og Markus Hummel, frá Sviss. Í kjölfar árásarinnar birti ISIS myndband af fimm ungum mönnum lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þá hétu þeir því að ráðast á vantrúaða.Á bloggsíðu þeirra hjóna skrifuðu þau um reynslu sína og ferðalagið í heild. Þar má finna sögur um góðverk ókunnugra og erfiðar ferðaleiðir. Þar má sömuleiðis finna sögur um ókunnuga aðila sem reyndu að þvinga þau út af vegum eða hrinda þeim af hjólum sínum. NPR bendir á færslu sem Jay skrifaði í Apríl:„Þegar þú horfir á fréttir og lest blöðin ertu fenginn til að trúa því að heimurinn sé stór, ógnvænlegur staður. Fólki sé ekki treystandi. Fólk sé vont. Fólk sé illt. Fólk sé axarmorðingjar, skrímsli og verra.“ Jay sagðist þó ekki „kaupa það“. Hann sagði ljóst að illska væri til en hún væri sjaldgæf. Heilt yfir væru manneskjur góðar. Það væri stærsta lexía þeirra hjóna
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira