Erlent

33 látnir vegna ebólu í Lýðveldinu Kongó

Atli Ísleifsson skrifar
runur um smit hefur komið upp meðal annars í héröðunum Norður-Kivu og Ituri.
runur um smit hefur komið upp meðal annars í héröðunum Norður-Kivu og Ituri. Vísir/AP
Ný tilfelli ebólusmits hafa komið upp í austurhluta Lýðveldisins Kongó og telja heilbrigðisyfirvöld þar í landi að 33 hafi látist af völdum veirunnar. Grunur um smit hefur komið upp meðal annars í héröðunum Norður-Kivu og Ituri.

Alls hefur fengist staðfest að 879 hafi komist í snertingu við smitaða. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á öllum þeim sem kunna að hafa smitast vegna mikils mannfjölda á svæðinu og fjölda vígahópa.

Reiknað er með að byrjað verði að notast við mótefni gegn veirunni á svæðinu í næstu viku. Samkvæmt talsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO verður fljótlega hægt að koma um 300 þúsund skömmtum af mótefni til Kongó, en heilbrigðisráðherra landsins, Oly Ilunga Kalenga, segir að nú þegar séu um þrjú þúsund skammtar til staðar sem hægt verði að koma í umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.