Fótbolti

Hamrén segir starf landsliðsþjálfara Íslands vera sína mestu áskorun á 25 ára ferli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik Hamrén á fundinum í dag.
Erik Hamrén á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Erik Hamrén hefur mikla reynslu sem þjálfari, þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og vann titla með félagsliðum í þremur löndum. Nú hefur hann hinsvegar tekið að sér erfiðasta starfið á ferlinum eftir að hann samþykkti að gerast landsliðsþjálfari Íslands.

Erik Hamrén hitti íslenskt fjölmiðlafólk í fyrsta sinn í dag þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Laugardalnum.

„Það er mjög gaman að vera hér. Ég hlakka til að vinna með samnbandinu, leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Ég hef starfað í meira en 25 ár sem þjálfari í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þetta starf er samt mín stærsta áskorun á ferlinum,“ sagði Erik Hamrén á fundinum í dag.

„Ég fæ það verkefni að reyna að koma þessu liði á þriðja stórmótið í röð. Ég elska svona áskorun. Stærri lið en Ísland hafa ekki náð því en ég trúi því að við getum gert það,“ sagði Hamrén.

„Eins og allur heimurinn þá er ég mjög hrifinn af því sem lars og Heimir hafa afrekað með þetta lið. Ég er að koma í nýtt land og taka við nýju liði. Það er því mikilvægt að ég breyti ekki öllu. Það er mikilvægt að ég haldi áfram með það sem hefur gengið vel,“ sagði Hamrén.

„Sem þjálfari þá viltu samt bæta allt. Ef þú ert sáttur með hlutina þá er hætta á að falla aftur úr. Ísland hefur verið mjög gott í samvinnu, skipulagi og varnarleik. Ég held við getum fundið eitthvað spennandi í sóknarleiknum. Það er ekkert sem ég vil breyta einn, tveir og þrír,“ sagði Hamrén.Tengdar fréttir

Vann Ísland tvisvar sinnum sem þjálfari Svía

Erik Anders Hamrén var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann hefur reynslu af því að mæta íslenska landsliðinu á þjálfaraferli sínum.

Svona var Erik Hamrén kynntur til leiks

Knattspyrnusamband Íslands hélt blaðamannafund þar sem kynntur var til leiks nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.