Fótbolti

Guðni: Erum að fá frábæran þjálfara, sjáið bara sigurhlutfall hans með Svía

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Bergsson kynnir Erik Hamrén.
Guðni Bergsson kynnir Erik Hamrén. Vísir/Vilhelm
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti Erik Hamrén til leiks sem nýjan landsliðsþjálfara Íslands á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ og Guðni er ánægður með nýja þjálfarann.

„Þetta var stutt ferli því það eru bara þrjár vikur síðan að Heimir tilkynnti okkur að hann yrði ekki áfram,“ sagði Guðni.

„Við erum að horfa til framtíðar og erum ánægð með niðurstöðuna. Við lítum á þessa ráðningu sem rökrétt framhald á því sem við erum öll að stefna að sem er að viðhalda frábærum árangri. Ráðning Erik er rökrétt framhald á því sem við erum öll að stefna að,“ sagði Guðni.

„Erik var með 54 prósent vinningshlutfall með sænska landsliðið og það sýnir að við erum að fá frábæran þjálfara til liðs við okkur,“ sagði Guðni.

„Það kemur alltaf einhver breyting með nýjum mönnum. Hann veit að þetta er mikil áskorun því það er erfitt að fylgja í þessi fórspor,“ sagði Guðni.

Guðni tilkynnti líka Frey Alexandersson sem nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara. Hann heldur áfram sem landsliðsþjálfari kvenna þar sem Ísland ætlar á HM.

„Hann Freyr hefur verið yfirnjósnari undanfarin ár hjá A-landsliði karla og verið með liðinu tæplega þrjú ár svo hann þekkir vel til liðsins,“ saðgi Guðni og bætti við:

„Við erum að fá góða blöndu tveggja frábærra þjálfara. Það koma nýir straumir með nýjum mönnum og það er líka nærandi fyrir leikmenn að fá nýja þjálfara og það getur hjálpað leikmönnunum okkar,“ sagði Guðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×