Fótbolti

Arnar Þór Viðarsson nýr njósnari hjá íslenska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson á bekknum með Lokeren.
Arnar Þór Viðarsson á bekknum með Lokeren. Vísir/Getty
Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari hjá Lokeren, verður nýr njósnari íslenska karlalandsliðsins í fóbolta.

Freyr Alexandersson, yfirnjósnari landsliðsins, er orðinn aðstoðarþjálfari liðsins en hann hefur leikgreint mótherja liðsins í þrjú ár.

Auk Arnars Þórs Viðarssonar þá verður Davíð Snorri Jónsson einnig njósnari hjá íslenska liðinu. Davíð Snorri hefur unnið fyrir liðið í kringum Þjóðadeildina.  Arnar sér um Belgíu og Davíð Sviss.

Siggi Dúlla heldur áfram með liðinu. Flest annað starfslið sem hefur verið bak við tjöldin ætti að halda áfram.

Guðmundur Hreiðarsson hættir samt sem markmannsþjálfari og við því starfi tekur Lars Eriksson sem var varamarkvörður bronsliðs Svía á HM í Bandaríkjunum 1994.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×