Fótbolti

Hamrén gerir tveggja ára samning við KSÍ með möguleika á framlengingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik Hamrén gengur í salinn.
Erik Hamrén gengur í salinn. Vísir/Vilhelm

Erik Hamrén er orðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta en þessi 61 árs gamli Svíi var kynntur í höfðuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag.  

Erik Hamrén gerir tveggja ára samning við Knattspyrnusamband Íslands en næst á dagskrá eru fjórir leikir í Þjóðadeildinni í haust og svo undankeppni EM 2020 á næsta ári.

Samningur Erik Hamrén og KSÍ nær því út næstu Evrópukeppni sem fer fram víðsvegar um Evrópu sumarið 2020. Í honum er samt möguleiki á framlengingu eftir tvö ár ef vel gengur.

Freyr Alexandersson verður aðstoðarþjálfari Hamrén en hann var líka kynntur til leiks á fundinum. Hann hefur verið yfirnjósnari karlalandsliðsins í þrjú ár og þekkir því vel til. Freyr mun halda áfram með kvennalandsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.