Erik Hamrén er ekki búinn að gefa upp vonina um að Ragnar Sigurðsson haldi áfram að spila með íslenska landsliðinu.
Ragnar tilkynnti það á heimleiðinni frá HM í Rússlandi að hann væri hættur að spila með íslenska landsliðinu.
Ætlar Erik Hamrén að reyna að sannfæra Ragnar Sigurðsson um að vera áfram?
„Já að sjálfsögðu. Hann er frábær leikmaður og með mikilvæga eiginleika sem geta nýst liðinu. En það er mjög mikilvægt að þegar leikmenn séu farnir að hugsa um að hætta þá verður það að koma frá þeim. Leikmaðurinn þarf að vilja vera áfram, ef hann vill vera áfram þá vil ég að sjálfsögðu hafa hann,“ sagði Erik Hamrén.
Ragnar Sigurðsson hefur verið frábær með íslenska landsliðinu undanfarin ár og algjör lykilmaður í miðri vörninni.
Erik Hamrén er ekki byrjaður að tala við leikmenn íslenska liðsins en hann ætlar að tala við nokkra þeirra áður en hann kallar saman sinn fyrsta hóp.
Mun reyna að sannfæra Ragnar Sig um að halda áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn

Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

