Fótbolti

Lars fékk fimm æfingaleiki fyrir fyrsta keppnisleik en Hamrén fær engan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck með Kára Árnasyni.Kári skoraði fyrsta markið í keppnisleik eftir að Lars tók við.
Lars Lagerbäck með Kára Árnasyni.Kári skoraði fyrsta markið í keppnisleik eftir að Lars tók við. Vísir/Getty
Í annað skiptið á tæpum sjö árum þá ræður KSÍ sextugan Svía til að taka við íslenska karlalandsliðinu. Á meðan Lars Lagerbäck fékk næstum því ár til að undirbúa liðið þá fær Erik Hamrén einn mánuð.Erik Hamrén fær nefnilega mjög lítinn tíma til að móta liðið sitt fyrir fyrsta keppnisleik íslenska landsliðsins undir hans stjórn.Lars Lagerbäck fékk 298 fleiri daga og fimm fleiri leiki til að móta íslenska landsliðið fyrir sinn fyrsta keppnisleik þar sem íslensku strákarnir fögnuðu svo sigri.Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 (14. otkóber) og liðið spilaði síðan fyrstu leiki undir hans stjórn árið 2012.Íslenska landsliðið spilaði alls fimmm vináttulandsleiki undir stjórn Lars áður en kom að fyrsta keppnisleiknum.Fyrsti keppnisleikurinn undir stjórn Lars Lagerbäck var á móti Noregi á Laugardalsvellinum 7. september 2012. Ísland vann hann 2-0 með mörkum frá Kára Árnasyni og Alfreð Finnbogasyni.Það liðu því 329 dagar (10 mánuðir og 24 dagar) frá því að Lars Lagerbäck tók við liðinu þar til að liðið spilaði sinn fyrsta alvöru leik.Erik Hamrén fær aftur á móti aðeins 31 dag til að undirbúa liðið fyrir leikinn á móti Sviss í St. Gallen í næsta mánuði.Hamrén tók við í dag, 8. ágúst og fyrsti leikurinn verður 8. september. Þremur dögum síðar er síðan fyrsti heimaleikurinn þegar Belgar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.