Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 19:31 Shinil Group segir að til standi að ná skipinu upp á yfirborðið á næstu mánuðum. Vísri/EPA Fyrirtæki í Suður-Kóreu segist hafa fundið flak rússnesks herskips sem hvarf fyrir 113 árum undan ströndum landsins. Þá voru Rússar í stríði við Japana. Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. Hinn meinti fundur hefur valdið usla í Suður-Kóreu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem því er haldið fram að skipið hafi fundist. Shinil Group segir að til standi að ná skipinu upp á yfirborðið á næstu mánuðum. Hins vegar segja sérfræðingar að ólíklegt sé að svo mikið gull hefði verið sett um borð í skipið og sömuleiðis er óvíst hvort að yfirvöld Suður-Kóreu veiti fyrirtækinu leyfi til að draga skipið upp. Fyrirtækið birti myndband á Youtube á dögunum þar sem sjá má flakið sem um ræðir. Það mun liggja á rúmlega 400 metra dýpi. (400 metrar eru tæpir 219 faðmar)Guardian segir frá því að forsvarsmenn fyrirtækisins Dong-ah Construction hafi á árum áður verið sakað um að dreifa röngum orðrómum um fund skipsins til að auka verðmæti fyrirtækisins. Það fór síðar á hausinn.Shinil Group, sem er tiltölulega ný stofnað, er ekki skráð á hlutabréfamarkað en forstjóri þess ákvað nýverið að kaupa hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel. Hlutabréfavirði þess hefur hækkað um þriðjung frá tilkynningu Shinil. Jeil Steel gaf svo út að það kæmi með engum hætti að gullskipinu svokallaða. Fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur gefið út að það muni fylgjast náið með öllum viðskiptum í Jeil Steel og hvort þar sé einhver maðkur í mysunni. Yfirlýsingar Shinil hafa vakið upp spurningar um hvort þær geti verið á rökum reistar. Reynist þetta rétt er spurning hver eigi gullið.Washington Post segir hundruð fyrirtækja vinna að því að leita að fjársjóðum í skipsflökum um heim allan. Talið er að allt að þrjár milljónir skipa hafi sokkið, samkvæmt UNESCO, en einungis tæplega fimm þúsund þeirra eru sögð hafa borið einhverja fjársjóði.Þegar fjársjóðir finnast á hafsbotni eru lögmenn yfirleitt ekki langt undan. Hafi skipin verið eign tiltekins ríkis getur það ríki gert kröfu á allan fjársjóð, þó skipið hafi legið á hafsbotni í hundruð ára. Staðan verður þó flóknari eftir því hvar skipið finnst og þá sérstaklega í landhelgi annars ríkis. BBC rifjar upp mál spænska skipsins Nuestra senora de las Mercedes. Árið 2007 fundu bandarískir fjársjóðsleitarmenn skipið undan ströndum Portúgal og þar fundu þeir um 17 tonn af gullpeningum, sem þeir fluttu til Bandaríkjanna.Fjársjóðsleitarmennirnir sögðust hafa fundið skipið á alþjóðlegu hafsvæði og kröfðust eignarréttar yfir gullinu. Yfirvöld Spánar sögðust hins vegar aldrei hafa afsalað sér eignarrétti yfir skipinu og farmi þess. Fjársjóðsleitarmönnunum var gert að skila farminum til Spánar. Ofan á það gerði Perú einnig tilkall til peninganna. Perúmenn sögðu gullpeningana hafa verið búna til úr gulli sem Spánverjar hefðu grafið upp þar í landi. Þeirri kröfu var hafnað. Í stuttu máli sagt: Ef fundur Dmitrii Donskoi er raunverulegur og ef það er gull þar um borð, þá er flókið hver á tilkall til þess og lagadeilur munu án efa standa yfir í mörg ár. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fyrirtæki í Suður-Kóreu segist hafa fundið flak rússnesks herskips sem hvarf fyrir 113 árum undan ströndum landsins. Þá voru Rússar í stríði við Japana. Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. Hinn meinti fundur hefur valdið usla í Suður-Kóreu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem því er haldið fram að skipið hafi fundist. Shinil Group segir að til standi að ná skipinu upp á yfirborðið á næstu mánuðum. Hins vegar segja sérfræðingar að ólíklegt sé að svo mikið gull hefði verið sett um borð í skipið og sömuleiðis er óvíst hvort að yfirvöld Suður-Kóreu veiti fyrirtækinu leyfi til að draga skipið upp. Fyrirtækið birti myndband á Youtube á dögunum þar sem sjá má flakið sem um ræðir. Það mun liggja á rúmlega 400 metra dýpi. (400 metrar eru tæpir 219 faðmar)Guardian segir frá því að forsvarsmenn fyrirtækisins Dong-ah Construction hafi á árum áður verið sakað um að dreifa röngum orðrómum um fund skipsins til að auka verðmæti fyrirtækisins. Það fór síðar á hausinn.Shinil Group, sem er tiltölulega ný stofnað, er ekki skráð á hlutabréfamarkað en forstjóri þess ákvað nýverið að kaupa hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel. Hlutabréfavirði þess hefur hækkað um þriðjung frá tilkynningu Shinil. Jeil Steel gaf svo út að það kæmi með engum hætti að gullskipinu svokallaða. Fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur gefið út að það muni fylgjast náið með öllum viðskiptum í Jeil Steel og hvort þar sé einhver maðkur í mysunni. Yfirlýsingar Shinil hafa vakið upp spurningar um hvort þær geti verið á rökum reistar. Reynist þetta rétt er spurning hver eigi gullið.Washington Post segir hundruð fyrirtækja vinna að því að leita að fjársjóðum í skipsflökum um heim allan. Talið er að allt að þrjár milljónir skipa hafi sokkið, samkvæmt UNESCO, en einungis tæplega fimm þúsund þeirra eru sögð hafa borið einhverja fjársjóði.Þegar fjársjóðir finnast á hafsbotni eru lögmenn yfirleitt ekki langt undan. Hafi skipin verið eign tiltekins ríkis getur það ríki gert kröfu á allan fjársjóð, þó skipið hafi legið á hafsbotni í hundruð ára. Staðan verður þó flóknari eftir því hvar skipið finnst og þá sérstaklega í landhelgi annars ríkis. BBC rifjar upp mál spænska skipsins Nuestra senora de las Mercedes. Árið 2007 fundu bandarískir fjársjóðsleitarmenn skipið undan ströndum Portúgal og þar fundu þeir um 17 tonn af gullpeningum, sem þeir fluttu til Bandaríkjanna.Fjársjóðsleitarmennirnir sögðust hafa fundið skipið á alþjóðlegu hafsvæði og kröfðust eignarréttar yfir gullinu. Yfirvöld Spánar sögðust hins vegar aldrei hafa afsalað sér eignarrétti yfir skipinu og farmi þess. Fjársjóðsleitarmönnunum var gert að skila farminum til Spánar. Ofan á það gerði Perú einnig tilkall til peninganna. Perúmenn sögðu gullpeningana hafa verið búna til úr gulli sem Spánverjar hefðu grafið upp þar í landi. Þeirri kröfu var hafnað. Í stuttu máli sagt: Ef fundur Dmitrii Donskoi er raunverulegur og ef það er gull þar um borð, þá er flókið hver á tilkall til þess og lagadeilur munu án efa standa yfir í mörg ár.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira