Helgi Sig: Þótt Óli sé góður er hann enginn Messías Jón Ágúst Eyþórsson skrifar 22. júlí 2018 20:48 Helgi Sig var pirraður í leikslok. vísir/andri marinó Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann