Erlent

Vara Breta við því að vera úti í sólinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strandir Bretlands hafa verið vinsælar í sumar en nú varar veðurstofan fólk við því að vera í sólinni.
Strandir Bretlands hafa verið vinsælar í sumar en nú varar veðurstofan fólk við því að vera í sólinni. vísir/getty

Breska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna hitabylgju sem spáð er í Bretlandi nú í vikunni. Er almenningur varaður við því að vera úti í sólinni en viðvörunin er í gildi fram á föstudag og má búast við því að hitinn fari upp í allt að 34 gráður sums staðar í suðausturhluta landsins.

Meðalhiti í Bretlandi frá 1. júní til 16. júlí er 29,0 gráður, sem er mun meira en venjulega. Því telur Breska veðurstofan að sumarið í ár geti orðið heitasta frá því mælingar hófust.

„Haldið ykkur frá sólinni. Hafið heimili ykkar eins köld og hægt er. Það gæti hjálpað að byrgja fyrir þá og loka þeim yfir daginn. Opnið þá þegar það kólnar að kvöldi. Haldið áfram að drekka vökva,“ segir meðal annars í viðvörun veðurstofunnar.

Í liðinni viku vöruðu heilbrigðisyfirvöld líka við því að fólk væri úti í sólinni á milli klukkan 11 og 15 á daginn. Þá var fólk hvatt til að hafa alltaf vatn með sér, nota sólarvörn og vera með hatt ef það þyrfti nauðsynlega að vera úti í sólinni.

Heitasta sumar sem mælst hefur á Bretlandi var árið 1976 þegar meðalhitinn var 21 gráða fyrir júní, júlí og ágúst.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.