Hættir ekki baráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Puigdemont er hvergi nærri hættur sjálfstæðisbaráttunni. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent