Enski boltinn

Klopp: Þarf ekki fleiri varnarmenn

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann þurfi ekki að kaupa fleiri varnarmenn fyrir komandi tímabil þar sem hann sé ánægður með sína varnarmenn.

 

Eins og flestir vita þá keypti Liverpool Virgil Van Djik í janúar síðastliðnum fyrir metupphæð og síðan þá hefur varnarleikur Liverpool batnað til muna. Jurgen Klopp telur því engan þörf á fleiri varnarmönnum.

 

„Í sumar? Nei ég mun ekki þurfa að kaupa fleiri varnarmenn í sumar, ég sé enga ástæðu til þess.“

 

„Til dæmis þegar Joe Gomez spilar í miðverðinum þá sýnir hann þá eiginleika sem flestir varnarmenn á markaðnum sýna hjá sínum liðum og þess vegna sé ég engan ástæðu til þess að kaupa fleiri varnarmenn.“

 

„Það eru samt sem áður tólf dagar eftir af markaðnum og því gæti allt gerst. Í dag segi ég nei en á morgun gæti ég sagt eitthvað allt annað,“ sagði Jurgen Klopp.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×