Enski boltinn

Klopp: Karius og Mignolet eiga rétt á að vera óánægðir

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Mignolet og Karius eigi fullan rétt að vera óánægðir með stöðu sína hjá Liverpool eftir að félagið keypti Alisson frá Roma.

 

Eins og frægt er gerði Loris Karius tvö hrikaleg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en eftir þann leik fóru allir helstu miðlar Bretland að orða Liverpool við hina og þessa markmenn og einn af þeim var Alisson sem þeir enduðu síðan á að kaupa.

 

Klopp segir að tækifærið til þess að kaupa Alisson hafi einfaldlega verið of gott til þess að sleppa.

 

„Við höfðu tækifæri á því að kaupa einn besta markmann í heimi.“

 

„Karius og Mignolet eru báðir frábærir markmenn, en við erum líka með frábæra miðjumenn og sóknarmenn en samt keyptum við fleiri slíka í sumar til þess að styrkja okkur.“

 

„Þetta er einfaldlega hvernig knattspyrnuheimurinn virkar. Auðvitað eiga Loris og Simon fullan rétt á því að vera óánægðir, hvernig á einhver að vera ánægður í þessum aðstæðum? En þetta er einfaldlega bara lífið.“     

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×