Íslenski boltinn

Guðlaugur hættur með Keflavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðlaugur er hættur með Keflavík
Guðlaugur er hættur með Keflavík vísir/bára

Guðlaugur Baldursson hefur látið af störfum sem þjálfari Keflavíkur í Pepsi deild karla. Félagið gaf frá sér tilkynningu þess efnis í kvöld.

Guðlaugur óskaði sjálfur eftir því að fá að hætta störfum hjá félaginu og varð stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur við þeirri ósk samkvæmt tilkynningunni. Eysteinn Hauksson, aðstoðarþjálfari, mun stýra liðinu tímabundið.

Keflavík er nýliði í Pepsi deildinni þetta tímabilið og hefur gengið mjög illa í sumar, hefur enn ekki unnið leik. Liðið er með þrjú jafntefli og átta töp í þeim ellefu leikjum sem það hefur spilað, situr á botni deildarinnar níu stigum frá öruggu sæti.

„Stjórn knattspyrnudeildar virðir ákvörðun Guðlaugs og mun strax vinda sér að því að taka ákvörðun um framhald þjálfunnar liðsins. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það enn sem komið er. Guðlaugur hefur gengt mikilvægu hlutverki í þjálfun liðsins frá haustinu 2016 og hefur meðal annars átt stóran þátt í að koma liðinu aftur í efstu deild. Honum þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði í tilkynningu Keflavíkur.

Næsti leikur Keflavíkur er gegn Víkingi í Víkinni á föstudaginn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.