Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:27 Öflugar vatnsdælur hafa unnið sleitulaust allan sólarhringinn síðustu daga til að minnka vatnsmagnið í hellinum. Aðaldælan gaf sig örfáum klukkustundum eftir að síðasta drengnum var bjargað. Vísir/AP Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15