Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:27 Öflugar vatnsdælur hafa unnið sleitulaust allan sólarhringinn síðustu daga til að minnka vatnsmagnið í hellinum. Aðaldælan gaf sig örfáum klukkustundum eftir að síðasta drengnum var bjargað. Vísir/AP Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15