Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 20:02 Er ekki kominn tími til að tengja? Vísir/Getty Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu. Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu.
Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21