Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2018 21:04 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. visir/stefán „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00