Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:40 Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17