Ákvörðun Everton kom Rooney í opna skjöldu Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. júlí 2018 14:30 Nýr kafli að hefjast hjá Wayne Rooney vísir/getty Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney leikur sinn fyrsta leik fyrir DC United á morgun þegar liðið mætir Vancouver Whitecaps í bandarísku úrvalsdeildinni en Rooney gekk nýverið í raðir DC United eftir afar farsælan feril í enska boltanum. Frumraun Rooney er beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs og var hann í ítarlegu viðtali hjá ESPN í gær þar sem hann ræddi meðal annars endalok ferils síns hjá Manchester United en Rooney er markahæsti leikmaður í sögu enska stórveldisins auk þess að vera markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. „Það var orðið augljóst undir lokin hjá Man Utd að ég ætti ekki von á miklum spilatíma og ég vil alltaf spila sem mest. Ég átti tvö ár eftir af samningi og ég hefði getað setið hann út og hirt launin mín en ég vildi spila og fór því aftur til Everton,“ segir Rooney. Rooney ólst upp hjá Everton og var því að snúa heim þegar hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar. Everton byrjaði tímabilið illa en lauk keppni í 8.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Marco Silva tók við stjórnartaumunum hjá félaginu skömmu eftir að leiktíðinni lauk og gerði Rooney það snemma ljóst að krafta hans væri ekki óskað lengur. „Það er ekkert leyndarmál og ég hef sagt það áður að Everton gerðu mér það ljóst að þeir vildu losna við mig.“ „Af einhverjum ástæðum vildu þeir losna við mig. Ég veit enn ekki afhverju. Mér fannst þetta ganga ágætlega. Ég var markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila mestmegnis á miðjunni. Svona er fótboltinn og ég þurfti að taka ákvörðun. „Ég sagði við Everton: Ég er ekki krakki. Segið mér hvort þið viljið halda mér eða hvort þið viljið að ég fari. Við ræddum málin og á endanum varð niðurstaðan að semja við DC United og ég er mjög sáttur við þá ákvörðun,“ segir Rooney. Fótbolti Tengdar fréttir Rooney: Hef alltaf stefnt að því að spila í MLS Wayne Rooney er genginn til liðs við DC United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. 29. júní 2018 07:30 Rooney: Lífstíllinn hentaði mér Wayne Rooney, nýjasti leikmaður DC United í Bandaríkjunum, segir að lífstíllinn í Bandaríkjunum hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans að færa sig um set. 1. júlí 2018 06:00 Sumarmessan: „Stórkostlegt fyrir Gylfa að Rooney sé farinn“ Sumarmessan fór yfir stöðu Gylfa Sigurðssonar hjá Everton í þætti sínum í gærkvöldi. 29. júní 2018 12:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney leikur sinn fyrsta leik fyrir DC United á morgun þegar liðið mætir Vancouver Whitecaps í bandarísku úrvalsdeildinni en Rooney gekk nýverið í raðir DC United eftir afar farsælan feril í enska boltanum. Frumraun Rooney er beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs og var hann í ítarlegu viðtali hjá ESPN í gær þar sem hann ræddi meðal annars endalok ferils síns hjá Manchester United en Rooney er markahæsti leikmaður í sögu enska stórveldisins auk þess að vera markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. „Það var orðið augljóst undir lokin hjá Man Utd að ég ætti ekki von á miklum spilatíma og ég vil alltaf spila sem mest. Ég átti tvö ár eftir af samningi og ég hefði getað setið hann út og hirt launin mín en ég vildi spila og fór því aftur til Everton,“ segir Rooney. Rooney ólst upp hjá Everton og var því að snúa heim þegar hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar. Everton byrjaði tímabilið illa en lauk keppni í 8.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Marco Silva tók við stjórnartaumunum hjá félaginu skömmu eftir að leiktíðinni lauk og gerði Rooney það snemma ljóst að krafta hans væri ekki óskað lengur. „Það er ekkert leyndarmál og ég hef sagt það áður að Everton gerðu mér það ljóst að þeir vildu losna við mig.“ „Af einhverjum ástæðum vildu þeir losna við mig. Ég veit enn ekki afhverju. Mér fannst þetta ganga ágætlega. Ég var markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila mestmegnis á miðjunni. Svona er fótboltinn og ég þurfti að taka ákvörðun. „Ég sagði við Everton: Ég er ekki krakki. Segið mér hvort þið viljið halda mér eða hvort þið viljið að ég fari. Við ræddum málin og á endanum varð niðurstaðan að semja við DC United og ég er mjög sáttur við þá ákvörðun,“ segir Rooney.
Fótbolti Tengdar fréttir Rooney: Hef alltaf stefnt að því að spila í MLS Wayne Rooney er genginn til liðs við DC United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. 29. júní 2018 07:30 Rooney: Lífstíllinn hentaði mér Wayne Rooney, nýjasti leikmaður DC United í Bandaríkjunum, segir að lífstíllinn í Bandaríkjunum hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans að færa sig um set. 1. júlí 2018 06:00 Sumarmessan: „Stórkostlegt fyrir Gylfa að Rooney sé farinn“ Sumarmessan fór yfir stöðu Gylfa Sigurðssonar hjá Everton í þætti sínum í gærkvöldi. 29. júní 2018 12:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Rooney: Hef alltaf stefnt að því að spila í MLS Wayne Rooney er genginn til liðs við DC United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. 29. júní 2018 07:30
Rooney: Lífstíllinn hentaði mér Wayne Rooney, nýjasti leikmaður DC United í Bandaríkjunum, segir að lífstíllinn í Bandaríkjunum hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans að færa sig um set. 1. júlí 2018 06:00
Sumarmessan: „Stórkostlegt fyrir Gylfa að Rooney sé farinn“ Sumarmessan fór yfir stöðu Gylfa Sigurðssonar hjá Everton í þætti sínum í gærkvöldi. 29. júní 2018 12:00