Erlent

Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Getty

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. Trump mun dvelja í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London sem hefur verið víggirtur fyrir komu forsetans.

Trump og Melaniu, eiginkonu hans, var flogið með þyrlu til bústaðarins við komuna þar sem þau munu dvelja í nótt. Verktakar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að víggirða bústaðinn og nágrenni. Þá er lögreglan í Bretlandi með mikinn viðbúnað vegna komu forsetans.

Forsetahjónin munu reyndar ekki dvelja lengi í London en á morgun er gert ráð fyrir að Trump fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann mun heilsa upp á Elísabetu Englandsdrottningu og sötra te með henni og öðrum við hirð hennar í Windsor-kastala.

Verktakar hafa unnið að því að víggirða sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London. Vísir/Getty

Búist er við miklum mótmælum í London vegna komu Trumps og gert er ráð fyrir því að risastórri eftirmynd af barnungum Trump verði flogið yfir London á meðan Trump dvelur á Bretlandi.

Trump virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum mótmælum og tjáði hann sig um þau á blaðamannafundi í Brussel á morgun áður en hann yfirgaf leiðtogafund NATO-ríkjanna.

„Já, það verða kannski mótmæli en ég held að Bretar, Skotar og Írar, eins og þið vitið á ég fasteignir á Írlandi, ég á fasteignir víða, ég held að þessu fólki líki vel við mig og séu sammála mér í innflytjendamálum,“ sagði Trump.


Tengdar fréttir

Enn elda Merkel og Trump grátt silfur

Leiðtogar Þjóðverja og Bandaríkjamanna í hár saman vegna útgjalda til varnarmála og meintra ítaka Rússa í Þýskalandi. Forseti Bandaríkjanna segir Þjóðverja „fanga“ Rússa en Þýskalandskanslari blæs á slíkan málflutning.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.