Rúnar um Björgvin Stefáns: Vonandi læknast hann og kemur aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 22:38 Björgvin Stefánsson skrifaði undir við KR síðasta haust. Mynd/Twtter-síða KR Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson í leikslok í Egilshöllinni. KR komst í 2-0 innan fyrstu 10 mínútnanna og var 4-1 yfir í hálfleik. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson í leikslok í Egilshöllinni. KR komst í 2-0 innan fyrstu 10 mínútnanna og var 4-1 yfir í hálfleik. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira