Rúnar um Björgvin Stefáns: Vonandi læknast hann og kemur aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 22:38 Björgvin Stefánsson skrifaði undir við KR síðasta haust. Mynd/Twtter-síða KR Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson í leikslok í Egilshöllinni. KR komst í 2-0 innan fyrstu 10 mínútnanna og var 4-1 yfir í hálfleik. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson í leikslok í Egilshöllinni. KR komst í 2-0 innan fyrstu 10 mínútnanna og var 4-1 yfir í hálfleik. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira