Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 13:28 Fáni Mexíkó var á lofti á síðustu stuðningsmannasamkomu frambjóðandans Jose Antonio Meade, en hann þykir ólíklegur til sigurs í dag. Vísir/EPA Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira