Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 05:23 Björgunaraðgerðum er ekki nærri því lokið. Vísir/EPA Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni
Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52
Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46