Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 05:23 Björgunaraðgerðum er ekki nærri því lokið. Vísir/EPA Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni
Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52
Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46