Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:02 Breskir kafarar leggja á ráðin um næstu skref. Búið er að koma upp gríðarstórum búðum í hellinum, fullum af súrefniskútum og vistum fyrir björgunarfólk og drengina. Vísir/getty Bill Whitehouse, varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins sem hjálpar til við björgun tælensku fótboltadrengjanna, efast um að hægt verði að kenna þeim að kafa. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Whitehouse að honum þyki líklegast að drengjunum verði „pakkað inn,“ eins og hann orðar það, og þannig fylgt út úr hellinum. Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir.Sjá einnig: Gætu þurft að vera mánuði í hellinumAðspurður um möguleikann á því að hægt verði að kenna drengjunum að kafa sagði Whitehouse, sem hefur áratuga reynslu af samskonar björgunum, að þó svo að það sé ekki fullkomlega ómögulegt verði það að teljast afar ólíklegt. Það sé raunhæfari möguleiki að drengjunum verði pakkað inn: „Með öðrum orðum þá látum við þá köfunarbúnað; heila köfunargrímu í stað munnstykkja sem flestir kafarar eru með,“ segir Whitehouse. Sérfræðingar segja að auðveldara sé að missa slík munnstykki út úr sér. Óvönum köfurum eigi til að bregða þegar þeir finna að þeir fá ekki lengur neitt súrefni og bregðist því oft órökrétt við aðstæðunum. Ekki bæti aðstæðurnar í hellinum heldur úr skák, hann sé þröngur og myrkrið algjört. Því yrði enginn hægðarleikur að finna týnt munnstykki. Whitehouse bætir við: „Svo pökkum við þeim inn; hengjum á þá réttu lóðin þannig að þeir fljóti alveg fullkomlega. Þannig komust við hjá því að þeir festist aftur. Þetta hefur verið gert áður,“ segir Whitehouse. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitirnir hefðu auglýst eftir 15 litlum köfunargrímum, ætlaðar drengjunum. Það bendir til þess að björgunarfólk muni styðjast við aðferðafræðina sem Whitehouse lýsir.Tælenskur björgunarsveitarmaður heldur hér á grímu, svipaðir þeirri og óskað hefur verið eftir.Vísir/epaHann segir að bresku hellakafararnir sem sendir voru á vettvang séu meðal þeirra færustu í heiminum. Þeir hafi ýmist þurft að synda á móti sterkum straumum í hellinum eða beinlínis þurft að draga sig áfram, en úrhelli síðustu daga hefur myndað mikinn vatnselg. Whitehouse áætlar að alls hafi þeir þurfti að kafa um 1,5 kílómetra í hellinum til að komast að drengjunum og að ferðalagið fram og til baka taki um þrjár klukkustundir. Hann hefur litla trú á því að hægt verði að dæla nægu vatni úr hellinum til þess að komast hjá köfun. Um tíu þúsund lítrum hefur verið dælt á hverri klukkustund, sem hefur orðið til þess að lækka vatnsyfirborðið um nokkra sentímetra. Þar að auki er búist við því að það muni bæta í rigninguna á næstu dögum. Sky fréttastofan greindi að sama skapi frá því í morgun að tælenska lögreglan íhugaði nú að ákæra þjálfarann fyrir að fara með drengina ofan í hellinn. Engin ákvörðun verði þó tekin um það fyrr en búið verður að koma öllum úr hellinum. Næstu daga verða heilbrigðisstarfsmenn sendir til drengjanna til að meta líkamlegt og andlegt þrek þeirra. Síðari þátturinn er talinn sérstaklega mikilvægur enda þurfi þeir að geta verið fullkomlega rólegir í þeim óhuganlegu aðstæðum sem hellirinn býður upp á.Police in Thailand say they will look into whether the 25-year-old coach of a youth football team could face legal action for leading them into a cave complex where they were stranded for 10 days— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 3, 2018 Tengdar fréttir Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Bill Whitehouse, varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins sem hjálpar til við björgun tælensku fótboltadrengjanna, efast um að hægt verði að kenna þeim að kafa. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Whitehouse að honum þyki líklegast að drengjunum verði „pakkað inn,“ eins og hann orðar það, og þannig fylgt út úr hellinum. Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir.Sjá einnig: Gætu þurft að vera mánuði í hellinumAðspurður um möguleikann á því að hægt verði að kenna drengjunum að kafa sagði Whitehouse, sem hefur áratuga reynslu af samskonar björgunum, að þó svo að það sé ekki fullkomlega ómögulegt verði það að teljast afar ólíklegt. Það sé raunhæfari möguleiki að drengjunum verði pakkað inn: „Með öðrum orðum þá látum við þá köfunarbúnað; heila köfunargrímu í stað munnstykkja sem flestir kafarar eru með,“ segir Whitehouse. Sérfræðingar segja að auðveldara sé að missa slík munnstykki út úr sér. Óvönum köfurum eigi til að bregða þegar þeir finna að þeir fá ekki lengur neitt súrefni og bregðist því oft órökrétt við aðstæðunum. Ekki bæti aðstæðurnar í hellinum heldur úr skák, hann sé þröngur og myrkrið algjört. Því yrði enginn hægðarleikur að finna týnt munnstykki. Whitehouse bætir við: „Svo pökkum við þeim inn; hengjum á þá réttu lóðin þannig að þeir fljóti alveg fullkomlega. Þannig komust við hjá því að þeir festist aftur. Þetta hefur verið gert áður,“ segir Whitehouse. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitirnir hefðu auglýst eftir 15 litlum köfunargrímum, ætlaðar drengjunum. Það bendir til þess að björgunarfólk muni styðjast við aðferðafræðina sem Whitehouse lýsir.Tælenskur björgunarsveitarmaður heldur hér á grímu, svipaðir þeirri og óskað hefur verið eftir.Vísir/epaHann segir að bresku hellakafararnir sem sendir voru á vettvang séu meðal þeirra færustu í heiminum. Þeir hafi ýmist þurft að synda á móti sterkum straumum í hellinum eða beinlínis þurft að draga sig áfram, en úrhelli síðustu daga hefur myndað mikinn vatnselg. Whitehouse áætlar að alls hafi þeir þurfti að kafa um 1,5 kílómetra í hellinum til að komast að drengjunum og að ferðalagið fram og til baka taki um þrjár klukkustundir. Hann hefur litla trú á því að hægt verði að dæla nægu vatni úr hellinum til þess að komast hjá köfun. Um tíu þúsund lítrum hefur verið dælt á hverri klukkustund, sem hefur orðið til þess að lækka vatnsyfirborðið um nokkra sentímetra. Þar að auki er búist við því að það muni bæta í rigninguna á næstu dögum. Sky fréttastofan greindi að sama skapi frá því í morgun að tælenska lögreglan íhugaði nú að ákæra þjálfarann fyrir að fara með drengina ofan í hellinn. Engin ákvörðun verði þó tekin um það fyrr en búið verður að koma öllum úr hellinum. Næstu daga verða heilbrigðisstarfsmenn sendir til drengjanna til að meta líkamlegt og andlegt þrek þeirra. Síðari þátturinn er talinn sérstaklega mikilvægur enda þurfi þeir að geta verið fullkomlega rólegir í þeim óhuganlegu aðstæðum sem hellirinn býður upp á.Police in Thailand say they will look into whether the 25-year-old coach of a youth football team could face legal action for leading them into a cave complex where they were stranded for 10 days— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 3, 2018
Tengdar fréttir Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“