Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:02 Breskir kafarar leggja á ráðin um næstu skref. Búið er að koma upp gríðarstórum búðum í hellinum, fullum af súrefniskútum og vistum fyrir björgunarfólk og drengina. Vísir/getty Bill Whitehouse, varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins sem hjálpar til við björgun tælensku fótboltadrengjanna, efast um að hægt verði að kenna þeim að kafa. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Whitehouse að honum þyki líklegast að drengjunum verði „pakkað inn,“ eins og hann orðar það, og þannig fylgt út úr hellinum. Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir.Sjá einnig: Gætu þurft að vera mánuði í hellinumAðspurður um möguleikann á því að hægt verði að kenna drengjunum að kafa sagði Whitehouse, sem hefur áratuga reynslu af samskonar björgunum, að þó svo að það sé ekki fullkomlega ómögulegt verði það að teljast afar ólíklegt. Það sé raunhæfari möguleiki að drengjunum verði pakkað inn: „Með öðrum orðum þá látum við þá köfunarbúnað; heila köfunargrímu í stað munnstykkja sem flestir kafarar eru með,“ segir Whitehouse. Sérfræðingar segja að auðveldara sé að missa slík munnstykki út úr sér. Óvönum köfurum eigi til að bregða þegar þeir finna að þeir fá ekki lengur neitt súrefni og bregðist því oft órökrétt við aðstæðunum. Ekki bæti aðstæðurnar í hellinum heldur úr skák, hann sé þröngur og myrkrið algjört. Því yrði enginn hægðarleikur að finna týnt munnstykki. Whitehouse bætir við: „Svo pökkum við þeim inn; hengjum á þá réttu lóðin þannig að þeir fljóti alveg fullkomlega. Þannig komust við hjá því að þeir festist aftur. Þetta hefur verið gert áður,“ segir Whitehouse. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitirnir hefðu auglýst eftir 15 litlum köfunargrímum, ætlaðar drengjunum. Það bendir til þess að björgunarfólk muni styðjast við aðferðafræðina sem Whitehouse lýsir.Tælenskur björgunarsveitarmaður heldur hér á grímu, svipaðir þeirri og óskað hefur verið eftir.Vísir/epaHann segir að bresku hellakafararnir sem sendir voru á vettvang séu meðal þeirra færustu í heiminum. Þeir hafi ýmist þurft að synda á móti sterkum straumum í hellinum eða beinlínis þurft að draga sig áfram, en úrhelli síðustu daga hefur myndað mikinn vatnselg. Whitehouse áætlar að alls hafi þeir þurfti að kafa um 1,5 kílómetra í hellinum til að komast að drengjunum og að ferðalagið fram og til baka taki um þrjár klukkustundir. Hann hefur litla trú á því að hægt verði að dæla nægu vatni úr hellinum til þess að komast hjá köfun. Um tíu þúsund lítrum hefur verið dælt á hverri klukkustund, sem hefur orðið til þess að lækka vatnsyfirborðið um nokkra sentímetra. Þar að auki er búist við því að það muni bæta í rigninguna á næstu dögum. Sky fréttastofan greindi að sama skapi frá því í morgun að tælenska lögreglan íhugaði nú að ákæra þjálfarann fyrir að fara með drengina ofan í hellinn. Engin ákvörðun verði þó tekin um það fyrr en búið verður að koma öllum úr hellinum. Næstu daga verða heilbrigðisstarfsmenn sendir til drengjanna til að meta líkamlegt og andlegt þrek þeirra. Síðari þátturinn er talinn sérstaklega mikilvægur enda þurfi þeir að geta verið fullkomlega rólegir í þeim óhuganlegu aðstæðum sem hellirinn býður upp á.Police in Thailand say they will look into whether the 25-year-old coach of a youth football team could face legal action for leading them into a cave complex where they were stranded for 10 days— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 3, 2018 Tengdar fréttir Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Bill Whitehouse, varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins sem hjálpar til við björgun tælensku fótboltadrengjanna, efast um að hægt verði að kenna þeim að kafa. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Whitehouse að honum þyki líklegast að drengjunum verði „pakkað inn,“ eins og hann orðar það, og þannig fylgt út úr hellinum. Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir.Sjá einnig: Gætu þurft að vera mánuði í hellinumAðspurður um möguleikann á því að hægt verði að kenna drengjunum að kafa sagði Whitehouse, sem hefur áratuga reynslu af samskonar björgunum, að þó svo að það sé ekki fullkomlega ómögulegt verði það að teljast afar ólíklegt. Það sé raunhæfari möguleiki að drengjunum verði pakkað inn: „Með öðrum orðum þá látum við þá köfunarbúnað; heila köfunargrímu í stað munnstykkja sem flestir kafarar eru með,“ segir Whitehouse. Sérfræðingar segja að auðveldara sé að missa slík munnstykki út úr sér. Óvönum köfurum eigi til að bregða þegar þeir finna að þeir fá ekki lengur neitt súrefni og bregðist því oft órökrétt við aðstæðunum. Ekki bæti aðstæðurnar í hellinum heldur úr skák, hann sé þröngur og myrkrið algjört. Því yrði enginn hægðarleikur að finna týnt munnstykki. Whitehouse bætir við: „Svo pökkum við þeim inn; hengjum á þá réttu lóðin þannig að þeir fljóti alveg fullkomlega. Þannig komust við hjá því að þeir festist aftur. Þetta hefur verið gert áður,“ segir Whitehouse. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitirnir hefðu auglýst eftir 15 litlum köfunargrímum, ætlaðar drengjunum. Það bendir til þess að björgunarfólk muni styðjast við aðferðafræðina sem Whitehouse lýsir.Tælenskur björgunarsveitarmaður heldur hér á grímu, svipaðir þeirri og óskað hefur verið eftir.Vísir/epaHann segir að bresku hellakafararnir sem sendir voru á vettvang séu meðal þeirra færustu í heiminum. Þeir hafi ýmist þurft að synda á móti sterkum straumum í hellinum eða beinlínis þurft að draga sig áfram, en úrhelli síðustu daga hefur myndað mikinn vatnselg. Whitehouse áætlar að alls hafi þeir þurfti að kafa um 1,5 kílómetra í hellinum til að komast að drengjunum og að ferðalagið fram og til baka taki um þrjár klukkustundir. Hann hefur litla trú á því að hægt verði að dæla nægu vatni úr hellinum til þess að komast hjá köfun. Um tíu þúsund lítrum hefur verið dælt á hverri klukkustund, sem hefur orðið til þess að lækka vatnsyfirborðið um nokkra sentímetra. Þar að auki er búist við því að það muni bæta í rigninguna á næstu dögum. Sky fréttastofan greindi að sama skapi frá því í morgun að tælenska lögreglan íhugaði nú að ákæra þjálfarann fyrir að fara með drengina ofan í hellinn. Engin ákvörðun verði þó tekin um það fyrr en búið verður að koma öllum úr hellinum. Næstu daga verða heilbrigðisstarfsmenn sendir til drengjanna til að meta líkamlegt og andlegt þrek þeirra. Síðari þátturinn er talinn sérstaklega mikilvægur enda þurfi þeir að geta verið fullkomlega rólegir í þeim óhuganlegu aðstæðum sem hellirinn býður upp á.Police in Thailand say they will look into whether the 25-year-old coach of a youth football team could face legal action for leading them into a cave complex where they were stranded for 10 days— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 3, 2018
Tengdar fréttir Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23