Erlent

Tveir særðust í skotárás í Malmö

Atli Ísleifsson skrifar
Þrír karlmenn létu lífið í árás við netkaffihús í miðborg Malmö fyrir um hálfum mánuði.
Þrír karlmenn létu lífið í árás við netkaffihús í miðborg Malmö fyrir um hálfum mánuði. Vísir/Getty
Fjölmennt lið lögreglu er nú statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag.

Talsmaður lögreglunnar í Malmö segir í samtali við Aftonbladet  að árásarmanna sé leitað og að verið sé að afla upplýsinga. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að lögregla hafi sent mannafla á sjúkrahúsið þar sem hinir særðu voru fluttir.

Mikið hefur verið um skotárásir í Malmö síðustu misserin og eru þær langflestar raktar til átaka glæpagengja.

Skotárás var gerð í sama hverfi, Nydala, í nótt þar sem karlmaður á þrítugsaldri særðist.

Um tvær vikur eru nú síðan þrír voru skotnir til bana á veitingastað á Drottningargötunni í borginni.

Uppfært 15:10:

Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að annar þeirra sem særðist í árásinni sé látinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×