Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum 3. júlí 2018 23:30 Mikil gleði braust út eftir að í ljós kom að drengirnir væru heilir á húfi. Vísir/Getty Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga. BBC greinir frá. „Við munum ekki flýta okkur að óþörfu við að koma drengjunum úr hellinum,“ sagði Narongsak Osoththanakorn, héraðsstjóri Chiang Rai við blaðamenn. Drengirnir og þjálfari þeirra fundust í gær eftir viðamiklar leitaraðgerðir en kafarar glímdu við afar erfiðar aðstæður í hellinum sem drengirnir dvelja í. Alls óvíst er hvenær þeim verður bjargað úr hellinum.Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir. Yfirvöld meta nú bestu leiðina til þess að bjarga drengjunum og verður sem fyrr segir engin óþarfa áhætta tekin í björgunaraðgerðunum. Sérstakt teymi er meðal annars að störfum í fjalllendinu þar sem hellarnir eru til þess að reyna að finna aðra leið að drengjunum. Í millitíðinni hefur miklum birgðum af mat hefur verið komið til drengjanna. Hefur þeim verið gefið auðmeltanlegt og orkuríkt fæði til þess að byggja upp styrk þeirra að sögn hershöfðingja í tælenska hernum. Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að fótboltastrákarnir væru á lífi Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. 3. júlí 2018 20:31 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga. BBC greinir frá. „Við munum ekki flýta okkur að óþörfu við að koma drengjunum úr hellinum,“ sagði Narongsak Osoththanakorn, héraðsstjóri Chiang Rai við blaðamenn. Drengirnir og þjálfari þeirra fundust í gær eftir viðamiklar leitaraðgerðir en kafarar glímdu við afar erfiðar aðstæður í hellinum sem drengirnir dvelja í. Alls óvíst er hvenær þeim verður bjargað úr hellinum.Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir. Yfirvöld meta nú bestu leiðina til þess að bjarga drengjunum og verður sem fyrr segir engin óþarfa áhætta tekin í björgunaraðgerðunum. Sérstakt teymi er meðal annars að störfum í fjalllendinu þar sem hellarnir eru til þess að reyna að finna aðra leið að drengjunum. Í millitíðinni hefur miklum birgðum af mat hefur verið komið til drengjanna. Hefur þeim verið gefið auðmeltanlegt og orkuríkt fæði til þess að byggja upp styrk þeirra að sögn hershöfðingja í tælenska hernum.
Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að fótboltastrákarnir væru á lífi Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. 3. júlí 2018 20:31 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að fótboltastrákarnir væru á lífi Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. 3. júlí 2018 20:31
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23