Erlent

Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmenn lið lögreglu var sent á vettvang í Vivalla Centrum í gærkvöldi.
Fjölmenn lið lögreglu var sent á vettvang í Vivalla Centrum í gærkvöldi. Vísir/Getty
Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. Lögregla er með karlmann í haldi grunaðan um árásina.

SVT segir frá því að tilkynning um árásina hafi borist lögreglu klukkan 22:02 að staðartíma í gærkvöldi þar sem fjölmargir hafi bæði orðið vitni af skotárásinni og heyrt skothvelli í miðbæ hverfisins Vivalla. Örebro er að finna um tvö hundruð kílómetrum vestur af Stokkhólmi.

Christina Hallin, talskona lögreglu, segir að mikil ringulreið hafi verið á vettvangi og margir á staðnum. Þegar lið lögregla var mætt til Vivalla centrum kom í ljós að þrír höfðu særst í árásinni og voru þeir allir fluttir á sjúkrahús. „Tveir hafa látist af sárum sínum í nótt. Ástand þess þriðja er stöðugt,“ segir Hallin.

Sænskir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn og fórnarlömbin hafi áður komið við sögu lögreglu. Á einn hinna látnu að hafa þátttakandi í átökum gengja í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×