Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:26 Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala. Facebook Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi á laugardag urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. Frá þessu er greint á vef BBC en lögreglan hélt blaðamannafund í kvöld vegna málsins. Um sama eitur er að ræða og eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með fyrr á árinu. Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala en að sögn lögreglu hefur enginn annar sýnt sömu einkenni og þau svo vitað sé til. Lögreglan segir að ekkert í fortíð þeirra Rowley og Sturgess bendi til þess að þau hafi verið einhvers konar skotmark, en Sergei Skripal sem varð fyrir sams konar eitrun er fyrrverandi rússneskur njósnari. Ekki hefur verið hægt að staðfesta hvort að eitrið sem Sturgess og Rowley urðu fyrir komi úr sama skammti og eitrið sem notað var á Skripal-feðginin.Einkenni sem fólkið sýndi vöktu áhyggjur hjá yfirvöldum Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Bretlandi fer nú með rannsókn málsins ásamt lögreglunni í Wiltshire. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld að lögreglan hefði verið kölluð að heimili parsins í Amesbury á laugardag þar sem liðið hafði yfir 44 ára gamla konu. Hún var flutt á spítala en síðar sama dag var sjúkralið aftur kallað út að sama heimili og þá vegna manns sem hafði veikst. Hann var einnig fluttur á spítala. Í fyrstu var talið að veikindi fólksins tengdust fíkniefnaneyslu en á mánudag vöktu einkenni fólksins áhyggjur yfirvalda. Voru því sýni tekin úr þeim og send á tilraunastofu til rannsóknar sem skilaði niðurstöðu sinni nú í kvöld. Amesbury, bærinn þar sem parið býr, er skammt frá bænum Salisbury þar sem eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira
Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi á laugardag urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. Frá þessu er greint á vef BBC en lögreglan hélt blaðamannafund í kvöld vegna málsins. Um sama eitur er að ræða og eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með fyrr á árinu. Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala en að sögn lögreglu hefur enginn annar sýnt sömu einkenni og þau svo vitað sé til. Lögreglan segir að ekkert í fortíð þeirra Rowley og Sturgess bendi til þess að þau hafi verið einhvers konar skotmark, en Sergei Skripal sem varð fyrir sams konar eitrun er fyrrverandi rússneskur njósnari. Ekki hefur verið hægt að staðfesta hvort að eitrið sem Sturgess og Rowley urðu fyrir komi úr sama skammti og eitrið sem notað var á Skripal-feðginin.Einkenni sem fólkið sýndi vöktu áhyggjur hjá yfirvöldum Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Bretlandi fer nú með rannsókn málsins ásamt lögreglunni í Wiltshire. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld að lögreglan hefði verið kölluð að heimili parsins í Amesbury á laugardag þar sem liðið hafði yfir 44 ára gamla konu. Hún var flutt á spítala en síðar sama dag var sjúkralið aftur kallað út að sama heimili og þá vegna manns sem hafði veikst. Hann var einnig fluttur á spítala. Í fyrstu var talið að veikindi fólksins tengdust fíkniefnaneyslu en á mánudag vöktu einkenni fólksins áhyggjur yfirvalda. Voru því sýni tekin úr þeim og send á tilraunastofu til rannsóknar sem skilaði niðurstöðu sinni nú í kvöld. Amesbury, bærinn þar sem parið býr, er skammt frá bænum Salisbury þar sem eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu.
Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19
Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08