Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:26 Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala. Facebook Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi á laugardag urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. Frá þessu er greint á vef BBC en lögreglan hélt blaðamannafund í kvöld vegna málsins. Um sama eitur er að ræða og eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með fyrr á árinu. Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala en að sögn lögreglu hefur enginn annar sýnt sömu einkenni og þau svo vitað sé til. Lögreglan segir að ekkert í fortíð þeirra Rowley og Sturgess bendi til þess að þau hafi verið einhvers konar skotmark, en Sergei Skripal sem varð fyrir sams konar eitrun er fyrrverandi rússneskur njósnari. Ekki hefur verið hægt að staðfesta hvort að eitrið sem Sturgess og Rowley urðu fyrir komi úr sama skammti og eitrið sem notað var á Skripal-feðginin.Einkenni sem fólkið sýndi vöktu áhyggjur hjá yfirvöldum Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Bretlandi fer nú með rannsókn málsins ásamt lögreglunni í Wiltshire. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld að lögreglan hefði verið kölluð að heimili parsins í Amesbury á laugardag þar sem liðið hafði yfir 44 ára gamla konu. Hún var flutt á spítala en síðar sama dag var sjúkralið aftur kallað út að sama heimili og þá vegna manns sem hafði veikst. Hann var einnig fluttur á spítala. Í fyrstu var talið að veikindi fólksins tengdust fíkniefnaneyslu en á mánudag vöktu einkenni fólksins áhyggjur yfirvalda. Voru því sýni tekin úr þeim og send á tilraunastofu til rannsóknar sem skilaði niðurstöðu sinni nú í kvöld. Amesbury, bærinn þar sem parið býr, er skammt frá bænum Salisbury þar sem eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi á laugardag urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. Frá þessu er greint á vef BBC en lögreglan hélt blaðamannafund í kvöld vegna málsins. Um sama eitur er að ræða og eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með fyrr á árinu. Maðurinn og konan, sem talið er að séu þau Charlie Rowley og Dawn Sturgess, berjast nú fyrir lífi sínu á spítala en að sögn lögreglu hefur enginn annar sýnt sömu einkenni og þau svo vitað sé til. Lögreglan segir að ekkert í fortíð þeirra Rowley og Sturgess bendi til þess að þau hafi verið einhvers konar skotmark, en Sergei Skripal sem varð fyrir sams konar eitrun er fyrrverandi rússneskur njósnari. Ekki hefur verið hægt að staðfesta hvort að eitrið sem Sturgess og Rowley urðu fyrir komi úr sama skammti og eitrið sem notað var á Skripal-feðginin.Einkenni sem fólkið sýndi vöktu áhyggjur hjá yfirvöldum Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Bretlandi fer nú með rannsókn málsins ásamt lögreglunni í Wiltshire. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld að lögreglan hefði verið kölluð að heimili parsins í Amesbury á laugardag þar sem liðið hafði yfir 44 ára gamla konu. Hún var flutt á spítala en síðar sama dag var sjúkralið aftur kallað út að sama heimili og þá vegna manns sem hafði veikst. Hann var einnig fluttur á spítala. Í fyrstu var talið að veikindi fólksins tengdust fíkniefnaneyslu en á mánudag vöktu einkenni fólksins áhyggjur yfirvalda. Voru því sýni tekin úr þeim og send á tilraunastofu til rannsóknar sem skilaði niðurstöðu sinni nú í kvöld. Amesbury, bærinn þar sem parið býr, er skammt frá bænum Salisbury þar sem eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu.
Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði. 13. júní 2018 14:19
Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08