Sigurbergur hættir í fótbolta: Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50 prósent Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:26 Sigurbergur í leik með Keflavík vísir/vilhelm Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira