Enski boltinn

Wilshere samdi við félagið sem hann hélt með þegar hann var lítill

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere er ánægður með nýja samninginn.
Jack Wilshere er ánægður með nýja samninginn. Mynd/Twitter/@WestHamUtd

„Velkominn Jack,“ slá West Ham menn upp á twitter-síðu sinni í dag en Jack Wilshere hefur gengið frá þriggja ára samning við Lundúnafélagið.

Það er búið að skrifa mikið um þessi félagsskipti í enskum miðlum á síðustu dögum og það er því ekki hægt að segja annað en þau hafi legið í loftinu. West Ham menn staðfestu samninginn loksins á samfélagsmiðlum sínum í dag.Hinn 26 ára fyrrum leikmaður Arsenal segist kominn til félagsins sem hann hélt með þegar hann var ungur strákur.

Jack Wilshere lék sinn fyrsta leik með Arsenal fyrir tíu árum en undanfarin ár hefur glímt við erfið og langvinn meiðsli.

„Þetta er sérstakt fyrir mig. Margir vita að ég hef sérstök tengsl við þennan klúbb frá því að ég var yngri. Ég studdi West Ham þegar ég var lítill strákur og á góðar minningar frá því að mæta á Upton Park,“ sagði Jack Wilshere í viðtali við heimasíðu West Ham.


„Mér líður mjög vel með þetta og auðvitað er fjölskylda mín og nokkrir vina minna stuðningsmenn West Ham og það eru því allir mjög spenntir yfir þessu,“ sagði Wilshere.

Wilshere hoppar síðan upp í flugvél sem fer með hann til Sviss þar sem West Ham liðið er við æfingar undir stjórn nýja stjórans Manuel Pellegrini.

Wilshere lék 197 leiki fyrir aðallið Arsenal og varð bikarmeistari með liðinu 2014 og 2015. Hann var á láni hjá Bournemouth tímabilið 2016-17 en kom aftur til Arsenal á síðasta tímabili og lék alls 38 leiki á leiktíðinni.

Það nægði honum þó ekki til að vinna sér sæti í enska landsliðinu á nýjan leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.