Erlent

Særðust í mótmælum í Nikaragva

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku og gengu mótmæli dagsins í dag undir nafninu Blómagangan til að vekja athygli á dauða fjölda barna í mótmælunum.
Yfirvöld hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku og gengu mótmæli dagsins í dag undir nafninu Blómagangan til að vekja athygli á dauða fjölda barna í mótmælunum. Vísir/epa
Sex manns hið minnsta hafa særst eftir að hafa orðið fyrir skotum í mótmælum í Mið-Ameríkuríkinu Nikaragva í dag þar sem tugþúsundir hafa komið saman víðs vegar um landið til að mótmæla stjórn Daniel Ortega forseta víðs vegar um landið.Við upphaf mótmæla í höfuðborginni Managua í morgun hófu vopnaðir menn skothríð við vegartálma sem mótmælendur höfðu komið upp við UNAN-háskóla. Ekki er ljóst hvaða menn um ræðir.Frá borginni León bárust svo fréttir af ungum karlmanni sem hafi særst eftir að hafa orðið fyrir átta skotum.Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í mótmælum í landinu frá því að þau hófust fyrir um hálfum þriðja mánuði síðan.Yfirvöld í Níkaragva hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku og gengu mótmæli dagsins í dag undir nafninu Blómagangan til að vekja athygli á þeim fjölda barna sem hafa látið lífið í mótmælunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.