Erlent

Særðust í mótmælum í Nikaragva

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku og gengu mótmæli dagsins í dag undir nafninu Blómagangan til að vekja athygli á dauða fjölda barna í mótmælunum.
Yfirvöld hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku og gengu mótmæli dagsins í dag undir nafninu Blómagangan til að vekja athygli á dauða fjölda barna í mótmælunum. Vísir/epa
Sex manns hið minnsta hafa særst eftir að hafa orðið fyrir skotum í mótmælum í Mið-Ameríkuríkinu Nikaragva í dag þar sem tugþúsundir hafa komið saman víðs vegar um landið til að mótmæla stjórn Daniel Ortega forseta víðs vegar um landið.

Við upphaf mótmæla í höfuðborginni Managua í morgun hófu vopnaðir menn skothríð við vegartálma sem mótmælendur höfðu komið upp við UNAN-háskóla. Ekki er ljóst hvaða menn um ræðir.

Frá borginni León bárust svo fréttir af ungum karlmanni sem hafi særst eftir að hafa orðið fyrir átta skotum.

Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í mótmælum í landinu frá því að þau hófust fyrir um hálfum þriðja mánuði síðan.

Yfirvöld í Níkaragva hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku og gengu mótmæli dagsins í dag undir nafninu Blómagangan til að vekja athygli á þeim fjölda barna sem hafa látið lífið í mótmælunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.