Slökkva á nettengingu landsins á prófatímabilinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:46 Svindl á lokaprófum eru sögð mikið vandamál í Alsír. Vísir/getty Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag. Alsír Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag.
Alsír Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira