Tollahækkun ESB tekur gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2018 06:29 Jean-Claude Juncker og Donald Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/getty Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna. Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna.
Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00
Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06