Erdogan lýsir yfir sigri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2018 22:35 Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters. Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters.
Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00
Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28
Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31