Erdogan lýsir yfir sigri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2018 22:35 Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters. Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters.
Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00
Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28
Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31