Erlent

Reyna áfram að komast til fótboltastrákanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þrátt fyrir miklar rigningar vona leitarmenn að hellirinn sé ennþá öruggur.
Þrátt fyrir miklar rigningar vona leitarmenn að hellirinn sé ennþá öruggur. Vísir/AP
Tælenskir björgunarmenn leita enn að hópi unglinga sem talið er að séu fastir í helli í landinu.

Um er að ræða fótboltalið drengja á aldrinum ellefu til sextán ára sem fóru í hellakönnun ásamt þjálfara sínum, sem er tuttugu og fimm ára gamall.

Sjá einnig: Fótboltastrákar fastir í helli

Drengirnir eru tólf talsins og hefur ekkert til þeirra spurst síðan á sunnudag eftir að miklar rigningar urðu þess valdandi að tók að flæða inn í hellakerfið sem er stórt og mikið og nær langt ofan í iður jarðar.

Ættingjar drengjanna bíða nú milli vonar og ótta við hellismunann en varaforsætisráðherra landsins segist vona að þeir séu enn á lífi. Sérhæfðir kafarar frá hernum taka nú þátt í leitinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×